Opinn aðgangur

Bókasafn Dagsbrúnar veitir höfundum aðstoð við að koma bókum sínum í opinn aðgang. Til eru nokkrar leiðir sem kosta lítið eða ekkert. Okkar ráðgjöf er alltaf kostnaðarlaus.

Að höfundi látnum helst höfundaréttur af ritverkum hans í 70 ár, óháð því hvort bækurnar seljist enn eður ei. Höfundurinn er ekki lengur til staðar og lögerfingjar hans hafa oft ekki áhuga. Ef ekkert er gert verða bækurnar „munaðarlausar” — þær eru til prentaðar á bókasöfnum, en enginn getur búið til fleiri eintök, hvað þá rafræn eintök. Í dag er hætta á að stór hluti íslenskra fræðirita frá síðari hluta 20. aldar detti inn í munaðarleysi. Margir eldri fræðirithöfundar vilja þó gjarnan leyfa opinn, rafrænan aðgang að bókum sínum eftir andlát sitt og jafnvel strax en skortir kunnáttu og aðstoð til að koma því í framkvæmd.

Starfsfólk bókasafnsins varð vart við þennan vanda þegar höfundar sem við þekktum báðu um aðstoð við að koma ritum sínum í sem víðasta dreifingu. Þau rit sem safnið er helst að aðstoða höfunda með eru fræðirit þar sem markmið með útgáfu þeirra var aldrei gróði, heldur að miðla áfram þekkingu. Einnig eru þetta yfirleitt eldri rit sem eru uppseld (e. out of print) og höfundar aftur komnir með útgáfurétt ritsins í sínar hendur. Oft eru þetta eldri höfundar, sem eru meðvitaðir um að þeir verða ekki alltaf til staðar til að selja og dreifa ritum sínum. Þeir eru gjarnan sérfræðingar í sínu fagi en þekkja lítið til útgáfumála og þurfa því aðstoð í þeim efnum.

Stundum þarf að leita samþykkis upprunalegs útgefanda bókarinnar eða staðfestingu um að hann ætli ekki að gefa verkið út aftur áður en hægt er að „frelsa“ bókina og koma henni þar með í opinn aðgang.

Ef þú hefur rit undir höndum sem þú vilt koma í opinn aðgang, hvort sem þú ert rithöfundur þess eða erfingi rithöfundar, þá hvetjum við þig til að hafa samband við starfsfólk Bókasafns Dagsbrúnar á netfangið bokasafn@akademia.is eða í síma 562-8560.

Annað verkefni starfsfólks bókasafnsins er að tengja skönnuð íslensk rit hjá HathiTrust (samstarfsverkefni stærstu bandarískra háskólabókasafna) við Gegni, sameiginlegan gagnagrunn íslenskra bókasafna. Þessi rit voru almennt gefin út fyrir 1874 og eru oft fágæt. Í HathiTrust má einnig finna íslensk rit sem eru enn í höfundarétti og eru þ.a.l. ekki fullur aðgangur að þeim. Starfsfólk Bókasafns Dagsbrúnar hefur aðstoðað höfunda við að opna fullan aðgang að mörgum þeirra rita í HathiTrust.

 

Hér að neðan má finna lista yfir þær bækur sem Bókasafn Dagsbrúnar hefur aðstoðað höfunda við að gefa fullan aðgang að í HathiTrust og/eða á Google Books.

 

Arnar Bjarnason, Export or die: the Icelandic fishing industry

Ágúst Einarsson, Greinasafn: úrval greina og erinda um stjórnmál, menningu …

Ágúst Einarsson, Greinasafn: síðara bindi: úrval greina og erinda um …

Ágúst Einarsson, Hagræn áhrif kvikmyndalistar

Ágúst Einarsson, Hagræn áhrif tónlistar

Dagný Kristjánsdóttir, Frelsi og öryggi

Eiríkur Bergmann Einarsson, ‎Jón Þór Sturluson, Hvað með evruna?

Eysteinn Sigurðsson, Bólu-Hjálmar

Friðrik Haukur Hallsson, Útlendur her á Íslandi

Friðþór Eydal, Vígdrekar og vopnagnýr

Gísli Gunnarsson, Monopoly trade and economic stagnation

Gísli Gunnarsson, Fiskurinn sem munkunum þótti bestur

Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland

Gísli Gunnarsson, A study of causal relations in climate and history

Gísli Gunnarsson, Fertility and nuptiality in Iceland’s demographic history

Gísli Gunnarsson, The sex ratio, the infant mortality …

Gunnar Karlsson, Hvarstæða

Gunnar Karlsson, Að læra af sögu

Halldór Ármann Sigurðsson, Verbal syntax and case in Icelandic

Helga Kress, Guðmundur Kamban

Helga Kress, Máttugar meyjar

Helgi Skúli Kjartansson, Myndmál Passíusálmanna

Hildigunnur Ólafsdóttir, Alcoholics Anonymous in Iceland

Jón Gunnar Grjetarsson, Síbería: atvinnubótavinna á kreppuárunum

Jón Friðjónsson, Phonetics of modern Icelandic

Jón Sigurðsson, Bifrastarævintýrið og Jónasarskólinn: skerfur og saga

Jón Þ. Þór, Landhelgi Íslands, 1901-1952

Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld

Matthías Viðar Sæmundsson, Ást og útlegð

Matthías Viðar Sæmundsson, Mynd nútímamannsins

Páll Bjarnason, Ástakveðskapur Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar

Páll Valsson, Þögnin er eins og þaninn strengur

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Doing and becoming

Sigríður Valfells og James Cathey, Old Icelandic: an introductory course

Sumarliði R. Ísleifsson, Þórunn Sigurðardóttir, Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld: …

Svanur Kristjánsson, Frá flokksræði til persónustjórnmála

Vésteinn Ólason, The traditional ballads of Iceland

Þorleifur Hauksson, Arna saga biskups

Þorleifur Hauksson, Endurteknar myndir í kveðskap Bjarna Thorarensens

Þórir Óskarsson, Undarleg tákn á tímans bárum

WordPress theme: Kippis 1.15