Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála. Safnið er einnig fræðibókasafn í hug-, hag- og félagsvísindum og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna. 

Safnið er opið almenningi sem getur skoðað bækur, tímarit og annað safnefni á staðnum en útlán eru einungis afgreidd sem innanhússlán til félaga ReykjavíkurAkademíunnar sem hafa skrifstofu á staðnum. Á safninu eru skrifborð sem gestir safnsins geta nýtt við notkun safnkosts og er þráðlaust Internet í boði. Einnig er hægt að fá efni ljósritað gegn vægu gjaldi. Þeir sem vinna að rannsóknum geta fengið að nýta vinnuaðstöðuna utan auglýsts opnunartíma.

Forstöðumaður safnsins er Sigurgeir Finnsson bókasafns- og upplýsingafræðingur sem veitir upplýsingar um safnkost safnsins ásamt því að veita ráðgjöf við heimildaleit ef þess er óskað. 

Eigandi safnsins er Efling – stéttarfélag en ReykjavíkurAkademían er rekstraraðili þess.

 

Þórunnartún 2
Bókasafn Dagsbrúnar
Þórunnartúni 2, 1. hæð
105 Reykjavík

Opnunartími: 

Mánudagar 12:00-16:00

Þriðjudagar: 09:00-13:00

Miðvikudagar: 12:00-16:00

Fimmtudagar: 12:00-16:00

Föstudagar: 09:00-13:00

Netfang:

bokasafn@akademia.is; sigurgeir@akademia.is

 

WordPress theme: Kippis 1.15