Bráðabirgðaskrá
Á bókasafninu eru um 3.000 bækur sem ekki eru skráðar í Gegni og eru flestar þeirra tengdar verkalýðshreyfingum erlendis. Margar þeirra eru á Norðurlandamálum, ensku, þýsku, rússnesku og esperantó.
Fágætisskrá
Í fágætisskránni eru um 800 bækur. Hér er hægt að nálgast skránna, en þessar bækur eru einnig skráðar í Gegni.
Opinn aðgangur
Bókasafn Dagsbrúnar hefur aðstoðað höfunda/rétthafa við að koma ritum sínum í opinn aðgang. Ritin eru nú aðgengileg öllum í gegnum Internetið og heldur bókasafnið skrá um þau.